mið 01. september 2021 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Flott hjá Tólfunni ef þeir eru ánægðir með þetta"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólfan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að stuðningssveitin ætlaði ekki að kyrja söngva fram að 12. mínútu.

„Fram að 12. mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau," sagði í yfirlýsingu Tólfunnar.

Kári Árnason, miðvörður landsliðsins, var spurður að því hver hans skoðun væri á þessum gjörningi.

„Það verða allir varir við umræðuna sem er í gangi en mér finnst hafa tekist vel að halda fókus á verkefnið. Þetta er bara flott hjá Tólfunni ef þeir eru ánægðir með þetta," sagði Kári.

Leikurinn á morgun er gegn Rúmeníu og hefst hann klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner