Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona ekki að takast að koma Alba í burtu
33 ára og hefur verið hjá félaginu í tíu ár.
33 ára og hefur verið hjá félaginu í tíu ár.
Mynd: EPA
Barcelona vonaðist til þess að geta losað Jordi Alba í burtu frá félaginu fyrir lok félagsskiptagluggans en glugginn lokar í kvöld. Það virðist ekki ætla ganga upp.

Barcelona hefði með því náð að nýta þau laun sem Alba hefði átt að fá til þess að greiða Marcos Alonso laun en hann er að koma til félagsins frá Chelsea.

Alba vill vera áfram hjá Barcelona þrátt fyrir að félagið vilji losa sig við hann. Ítalska félagið Inter hafði áhuga á því að fá Alba á láni en Alba vildi ekki fara.

Ef Alba fer hvergi þá verður Barcelona með þrjá vinstri bakverði í vetur. Alejandro Balde hefur byrjað síðustu tvo leiki í vinstri bakverðinum.

Barcelona vill fá hægri bakvörð fyrir gluggalok þar sem Sergino Dest virðist vera á förum til AC Milan og hafa þeir Hector Bellerin og Thomas Meunier verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner