Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. september 2022 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Koopmeiners með þrennu gegn Torino
Mynd: EPA

Teun Koopmeiners skoraði öll mörk Atalanta í góðum sigri gegn Torino í ítalska boltanum í kvöld.


Fyrsta markið skoraði hann úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé eftir klaufalegt brot innan vítateigs. Brendan Soppy, nýr leikmaður Atalanta, gerði vel að láta brjóta á sér innan teigs. Vanja Milinkovic-Savic átti ekki möguleika á milli stanganna.

Atalanta var betra liðið í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna. Koopmeiners tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Nikola Vlasic minnkaði muninn á lokakaflanum. Þetta var í annað sinn sem Vlasic kom boltanum í netið í leiknum en fyrra markið var ekki dæmt gilt vegna rangstöðu.

Koopmeiners innsiglaði sigur Atalanta með marki úr annarri vítaspyrnu eftir að Valentino Lazaro gerðist brotlegur innan vítateigs. Koopmeiners fullkomnaði þannig þrennuna sína og deilir Atalanta toppsætinu með Roma þar sem bæði lið eiga tíu stig eftir fjórar umferðir.

Bologna gerði þá jafntefli við Salernitana þar sem Marko Arnautovic kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Gestirnir frá Salerno voru betri í leiknum og verðskulduðu jöfnunarmarkið sem Boulaye Dia skoraði undir lokin. Bologna aðeins með tvö stig eftir þetta jafntefli og Salernitana fimm.

Atalanta 3 - 1 Torino
1-0 Teun Koopmeiners ('45, víti)
2-0 Teun Koopmeiners ('47)
2-1 Nikola Vlasic ('77)
3-1 Teun Koopmeiners ('84, víti)

Bologna 1 - 1 Salernitana
1-0 Marko Arnautovic ('52, víti)
1-1 Boulaye Dia ('88)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner