Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 01. september 2022 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willian búinn að semja við Fulham
Brasilíumaðurinn Willian er búinn að skrifa undir samning við Fulham. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Willian er 34 ára gamall vængmaður og er fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal. Hann rifti á dögunum samningi sínum við Corinthians í heimalandinu og er nú búinn að finna sér nýtt félag.

Willian hefur að undanförnu æft með aðalliði Fulham og er Marcos Silva, stjóri félagsins, ánægður með það sem hann hefur séð.

Willian skrifar undir eins árs samning við Fulham sem er með átta stig eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni.
Athugasemdir
banner