Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:26
Brynjar Ingi Erluson
Giskar á að Isak verði kynntur um sjöleytið
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Alexander Isak er á leið til Liverpool og er nú að ganga frá sínum málum en blaðamaðurinn Harry Bamworth hjá Daily Mail giskar á að hann verði kynntur rétt fyrir gluggalok.

Isak er nú á leið í annan hluta í læknisskoðun sinni hjá Liverpool áður en hann verður kynntur.

Svíinn verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en þetta verður í annað sinn sem Liverpool slær metið í þessum glugga.

Bamworth segist hafa rætt við nokkra kollega sína í bransanum. Einn þeirra spáði því að hann verði kynntur í kringum 17:30 á íslenskum tíma, en Bamworth segist sjálfur búast við því að hann verði kynntur um 19:00, eða á sama tíma og glugginn lokar.

Liverpool er einnig að reyna landa Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, en félagið er vongott um að það fari í gegn.
Athugasemdir
banner
banner