Gianluigi Donnarumma er á leiðinni til Manchester City. Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, tók ákvörðun í sumar að skipta Donnarumma út fyrir Lucas Chevalier.
Donnarumma var stórkostlegur með PSG á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeildina en Enrique sá eitthvað sérstakt í Chevalier.
Donnarumma var stórkostlegur með PSG á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeildina en Enrique sá eitthvað sérstakt í Chevalier.
Hákon Arnar Haraldsson spilaði með Chevalier hjá Lille en hann var spurður út í hann í viðtali við Fótbolta.net og Livey á dögunum.
„Þú getur bara skrifað nafnið hans á Youtube og skoðað klippurnar frá því í fyrra," sagði Hákon.
„Hann bjargaði ekkert eðlilega oft stigum fyrir okkur. Hann er ótrúlegur í markinu og ver skot sem maður býst aldrei við því að hann verji. Svo gerir hann aldrei aulamistök. Þetta eru góð kaup hjá PSG að mínu mati."
Athugasemdir