Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool undirbýr læknisskoðun fyrir Guehi
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Liverpool er að undirbúa læknisskoðun fyrir Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, í London.

Liverpool er ekki enn búið að fá græna ljósið frá Palace til að geta klárað skiptin en þetta gæti ráðist seint í kvöld og þess vegna er Liverpool að gera ráðstafanir.

Guehi er sjálfur í London er að bíða eftir fyrirmælum.

Palace er að reyna að landa leikmönnum í staðinn fyrir Guehi en félagið á eftir að taka ákvörðun um hvort honum verði leyft að fara núna.

Það er ljóst að Guehi skrifar ekki undir nýjan samning við Palace og getur hann því farið á frjálsri sölu næsta sumar þegar samningur hans rennur út eða núna fyrir 35 milljónir punda.
Athugasemdir