Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 01. október 2020 22:19
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Finn það núna að ég gerði mistök í aðdraganda mótsins
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sína menn þrátt fyrir 0-2 tap gegn KR í kvöld. Bölvanlega gekk hjá Víkingum að reka endahnútinn á sóknir sínar, ekki í fyrsta sinn í sumar.

„Við erum með hrikalega laskað lið núna og það vantar jafnvægi í liðinu. Við vorum að tapa mikið af návígjum en ég er ánægður með strákana. Það hefur margt gengið á í sumar," segir Arnar.

„Við hefðum getað spilað í þrjá sólarhringa án þess að skora mark, þetta var þannig leikur. Við fengum mark á okkur eftir 35 sekúndur, maður var ekki búinn að fá sér kaffibolla. Svo klúðruðum við víti og dauðafærum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

Arnar viðurkennir að það sé pirrandi hvað Víkingar virðast þurfa mikið til að skora mark.

„Þetta hefur pirrað mann mikið í sumar en svo sest maður, fer yfir og skorar hvað þetta þýðir. Ísland virðist eina landið í heimi þar sem menn kunna ekki að rýna í tölfræði. Við erum yfir á nánast öllum sviðum í fótbolta, ekki bara í þessum leik. Grunnurinn til að byggja gott lið er kominn, ég hélt að það tæki styttri tíma að reisa blokkina. Það gengur hægar en ég hélt en við þurfum að vera klókir í vetur að ná í þá leikmenn sem ég vil fá. Ég veit alveg hvaða leikmenn og hvernig týpur ég vil fá."

„Tölfræðin talar sínu máli og við erum að spila árangursríkan og flottan fótbolta. Mér er alveg sama þó fólk sé að hlæja að mér úti í bæ, það skiptir ekki máli. Við erum að fá fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum, fullt af færum og fá skot á okkur í leik. Þetta er eitthvað til að byggja á til að gera mjög gott lið."

Stigasöfnun Víkinga hefur verið vonbrigði en Arnar segist finna stuðning félagsins í þeirri vegferð sem liðið er í. Hann viðurkennir sjálfur að hafa gert mistök fyrir mót.

„Ég gerði mistök í aðdraganda þessa móts með því að tala okkur upp í titilbaráttu. Ég finn það núna. Þetta var ákveðið reynsluleysi í mér. Ekki að ég hafi ekki trúað því og strákarnir en þetta bjó til óþarfa spennu í hópnum, þeir voru yfirspenntir. Við vorum að fá á okkur fullt af rauðum spjöldum og menn urðu örvæntingarfullir þegar sigrarnir voru ekki að koma," segir Arnar.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner