Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. október 2020 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Lifum ekki í draumaheimi, verðum að skora til að vinna
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var svekktur eftir tap gegn Arsenal í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli þrátt fyrir mikla yfirburði Liverpool. Bernd Leno átti stórleik á milli stanga Arsenal og varði tvisvar í vítaspyrnukeppninni.

„Við áttum skilið að vinna þennan leik eftir 90 mínútur en við lifum ekki í draumaheimi, við verðum að koma boltanum í netið til þess að vinna leikinn," sagði Klopp.

„Ég er ánægður með flest sem ég sá í kvöld, strákarnir stóðu sig mjög vel en það er alltaf erfitt að hafa betur í vítaspyrnukeppni. Eina sem okkur vantaði í kvöld voru mörkin.

„Strákarnir voru frábærir og hefðu allt eins getað verið að spila úrvalsdeildarleik, það vantaði bara gæðin í síðustu sendingunni."


Klopp var að lokum spurður út í Xherdan Shaqiri sem gæti verið á förum frá Liverpool.

„Sumir leikmenn spiluðu ekki í dag því þetta er sá tími árs sem hlutir gerast í bakgrunninum. Við leystum fjarveru hans vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner