Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. október 2020 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho býst við að fá Vinicius - Godfrey í læknisskoðun
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vonast til að fá brasilíska sóknarmanninn Carlos Vinicius að láni frá Benfica um helgina.

Mourinho er að leita að varamanni fyrir Harry Kane þar sem enski landsliðsmaðurinn getur ekki spilað alla leiki á þessu brjálaða tímabili.

„Ég vil að þið spyrjið mig að þessu eftir að skiptin eru komin í gegn. Ég ætla að sýna leikmanninum og Benfica virðingu og sleppa því að tjá mig um þetta. Kannski get ég svarað ykkur næst þegar við hittumst," sagði Mourinho, og ýjaði þannig að því að Vinicius gæti komið fyrir næsta leik Tottenham gegn Manchester United á sunnudaginn.

Everton er þá að ganga frá kaupum á miðverðinum Ben Godfrey sem kemur frá Norwich City fyrir 20 milljónir punda + 6 milljónir í aukagreiðslur.

Godfrey, 22 ára, fer í læknisskoðun á morgun samkvæmt frétt Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner