Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   lau 01. október 2022 12:39
Ívan Guðjón Baldursson
Dwight Yorke búinn að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari

Dwight Yorke, goðsögnin frá Trínídad og Tóbagó, er búinn að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari fótboltaliðs.


Yorke vann ástralska bikarinn Australia Cup eftir sigur á Sydney United í úrslitaleiknum.

Lærisveinar Yorke fóru þægilega í gegnum bikarkeppnina og unnu aldrei með smærri mun heldur en tveimur mörkum. Þeir unnu undanúrslitaleikinn til dæmis 5-2 gegn Oakleigh Cannons.

Australia Cup fer fram á ástralska undirbúningstímabilinu en Yorke tók við Macarthur FC í sumar. Hann tók við af Ante Milicic sem var rekinn eftir að Macarthur mistókst að koma sér í úrslitakeppni efstu deildar á síðustu leiktíð.

Macarthur heimsækir Brisbane Roar í fyrstu umferð nýs deildartímabils sem fer af stað næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner