Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 01. október 2024 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Newcastle gegn Wimbledon: Átta breytingar hjá Howe
Harvey Barnes er einn þriggja leikmanna sem halda sæti sínu
Harvey Barnes er einn þriggja leikmanna sem halda sæti sínu
Mynd: EPA

Newcastle og Wimbledon mætast í síðasta leik 32-liða úrslitanna í enska deildabikarnum í kvöld.

Eddie Howe gerir átta breytingar á byrjunarliðinu frá 1-1 jafntefli liðsins gegn Man City um helgina.


Fabian Schar, Joelinton og Harvey Barnes halda sæti sínu. Hinn 21 árs gamli Dani, William Osula, er í fremstu víglínu en hann hefur aðeins spilað sjö mínútur á þessari leiktíð til þessa.

Newcastle: Dubravka, Schar, Krafth, Kelly, Livramento, Joelinton, Longstaff, Almiron, Barnes, Willock, Osula.


Athugasemdir
banner
banner