Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   þri 01. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lætur í sér heyra og segir De Ligt „alls ekki" betri en Maguire
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er alls ekki ánægður með stöðu mála hjá sínu gamla félagi.

Hann telur að þeir leikmenn sem félagið er að sækja bæti liðið ekki og það líti út fyrir að vera ekki nægilega vel þjálfað hjá Erik ten Hag. Scholes tók hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt - sem var sóttur frá Bayern München í sumar - sérstaklega út fyrir sviga.

„Þegar þú færð inn nýja leikmenn, þá viltu að þeir séu betri en það sem þú ert nú þegar með," sagði Scholes. „Ég sé ekki þá leikmenn sem eru að koma inn breyta miklu."

„De Ligt kom inn fyrir Maguire - segjum það - en það er ekki mikill munur á þeim."

Scholes var svo spurður að því hvort hann væri á því að De Ligt væri betri en Harry Maguire.

„Bara alls ekki," sagði Scholes.

Fótboltalið sem er ekki þjálfað
Man Utd tapaði síðasta leik sínum 0-3 gegn Tottenham. Útlitið er ekki gott fyrir Man Utd sem er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

„Maður veit aldrei hvernig United ætlar að spila. Við höfum ekki hugmynd. Þeir líta út eins og fótboltalið sem er ekki þjálfað. Það eru meira en tvö ár síðan hann var ráðinn og maður veit ekki neitt um það hvernig þeir vilja spila," bætti fyrrum miðjumaðurinn við.
Athugasemdir
banner
banner