Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   þri 01. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítið í fyrsta lagi að hann hafi verið í sjónvarpinu
David Nielsen.
David Nielsen.
Mynd: AGF
Nielsen er danskur þjálfari sem stýrði Lilleström í fjórum leikjum.
Nielsen er danskur þjálfari sem stýrði Lilleström í fjórum leikjum.
Mynd: Lyngby
David Nielsen var í beinni útsendingu í danska sjónvarpinu þegar hann fékk að vita að hann hefði verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Lilleström í Noregi.

Hann entist aðeins rúman mánuð í starfi og var rekinn eftir fjóra leiki. Liðið tapaði þremur og gerði eitt jafntefli og er í neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Tipsbladet ræddi við norska fjölmiðlamanninn Daniel Austerheim og spurði hann út í þetta furðulega mál.

„Það er mikil örvænting í gangi hjá Lilleström. Það er ekki langt síðan félagið féll eftir að hafa verið lengst samfleytt í norsku úrvalsdeildinni. Ráðningin á Nielsen var örvæntingafull ákvörðun og brottrekstur hans er það líka," segir Austerheim sem starfar fyrir Nettavisen.

„Lilleström er með nógu gott lið til að halda sér uppi. Ef þeir falla þá er þetta sterkasti leikmannahópur sem hefur fallið í langan, langan tíma."

Austerheim segir að það hafi verið furðulegt að sjá Nielsen missa starfið á meðan hann var í beinni sjónvarpsútsendingu í gær en segir líka að það hafi verið furðulegt að hann hafi verið sérfræðingur í sjónvarpi á meðan liðið sem hann er að stýra sé í miklu brasi.

„Mér fannst skrítið að hann hafi verið í sjónvarpinu þar sem það vekur upp efasemdir um það hvort að hann hafi verið með hugann við starfið hjá Lilleström. Það var skrítið að sjá þetta gerast í beinni útsendingu," segir norski blaðamaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner