Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 01. október 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Tarik í banni gegn Stjörnunni - Fylkir án Ragnars Braga
Tarik verður í banni í næstu umferð.
Tarik verður í banni í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi verður í banni gegn HK.
Ragnar Bragi verður í banni gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ljóst er hvaða leikmenn þurfa að taka út bann í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem fram fer um næstu helgi.

Tarik Ibrahimagic skoraði tvö mörk fyrir Víking gegn Val en verður hinsvegar ekki með þegar Víkingar mæta Stjörnunni á sunnudag þar sem hann hefur safnað sjö spjöldum. Varnarmaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson verður ekki með Stjörnunni í þeim leik þar sem hann er kominn með fjórar áminningar.

Tveir í banni hjá Val
Breiðablik fær Val í heimsókn en Valsmenn verða með tvo í banni vegna uppsafnaðra áminninga, það eru Lúkas Logi Heimisson og Orri Sigurður Ómarsson.

Grétar Snær Gunnarsson og Kristján Flóki Finnbogason verða í banni hjá FH þegar liðið mætir ÍA.

Í neðri hlutanum verður Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis í banni þegar liðið heimsækir HK í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag á sunnudag en Ragnar Bragi hefur safnað sjö gulum spjöldum. Atli Hrafn Andrason verður ekki með HK þar sem hann afplánar seinni leikinn í tveggja leikja banni sínu.

Finnur Tómas Pálmason verður í banni þegar KR heimsækir KA. Dagur Ingi Valsson verður ekki með Akureyrarliðinu eftir rautt spjald í síðasta leik.

laugardagur 5. október

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)

sunnudagur 6. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 ÍA-FH (ELKEM völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-KR (Greifavöllurinn)
17:00 HK-Fylkir (Kórinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner