Framarar hafa gert uppfærslu á flóðljósum við heimavöll sinn, Lambhagavöllinn, í Úlfarsárdal.
Galli var á gömlu fljósunum og ákveðið var að fara í nægilega öflug ljós svo þau myndu standast kröfur UEFA. Styrkur ljósanna fór úr 500 lux í 800 lux og uppfylla nú kröfur UEFA um birtustig þegar kemur að kvöldleikjum.
Galli var á gömlu fljósunum og ákveðið var að fara í nægilega öflug ljós svo þau myndu standast kröfur UEFA. Styrkur ljósanna fór úr 500 lux í 800 lux og uppfylla nú kröfur UEFA um birtustig þegar kemur að kvöldleikjum.
„Við erum með nýjan völl og við viljum hafa allt það besta þegar kemur að honum. Ég vil þakka aðalstjórn Fram fyrir að hafa fylgt því eftir að koma þessu áfram. Það eru fullt af hlutum sem við erum að gera vel í félaginu og mikilvægt að við getum undirbúið okkur undir hvað sem er þegar kemur að keppnisvellinum," segir Guðmundur Torfason, formaður fótboltadeildar Fram, við Fótbolta.net.
„Við sjáum að handboltinn er í Evrópukeppni, frábær frammistaða þar, þar þarf að vera ákveðin umgjörð og þar var tekið til hendinni. Við hugsum svo sem bara um næsta dag, en við viljum vera tilbúin þegar þar að kemur að geta spilað Evrópuleik á okkar velli."
„Við á Íslandi þurfum að hugsa þetta svolíitð lengra, getum ekki boðið upp á það að þurfi mögulega að fara einhvert erlendis til að spila Evrópuleiki. Það er regla um lágmarkslýsingu og svo eru meiri kröfur frá UEFA. Við horfum í að mögulega verði hægt að spila unglingalandsleiki eða jafnvel vináttuleiki á vellinum í framtíðinni."
„Þessi ljós uppfylla kröfur fyrir stærri leiki, Evrópuleiki og slíkt," segir Guðmundur.
Hafliði Breiðfjörð tók meðfylgjandi myndir á leik Fram gegn Stjörnunni á mánudag.
Athugasemdir