Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   fim 01. desember 2022 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðverjar voru búnir að panta flug heim

Þýski miðillinn Bild greinir frá því að þýska landsliðið var búið að búa sig undir það versta.


Liðið féll úr leik á HM í kvöld þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka en það var orðið of seint eftir tap gegn Japan og jafntefli gegn Spáni í fyrstu tveimur leikjunum.

Bild greinir frá því að þýska landsliðið var búið að panta einkaflug sem flýgur frá Frankfurt til Katar til að sækja liðið strax á morgun.

Þýska liðið hefur valdið miklum vonbrigðum síðustu ár en liðið féll einnig úr leik eftir riðlakeppnina á HM 2018.


Athugasemdir
banner
banner