
Þýski miðillinn Bild greinir frá því að þýska landsliðið var búið að búa sig undir það versta.
Liðið féll úr leik á HM í kvöld þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka en það var orðið of seint eftir tap gegn Japan og jafntefli gegn Spáni í fyrstu tveimur leikjunum.
Bild greinir frá því að þýska landsliðið var búið að panta einkaflug sem flýgur frá Frankfurt til Katar til að sækja liðið strax á morgun.
Þýska liðið hefur valdið miklum vonbrigðum síðustu ár en liðið féll einnig úr leik eftir riðlakeppnina á HM 2018.
Athugasemdir