Ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal og Manchester United hafa áhuga á portúgalska landsliðsmanninum Joao Felix.
Félögin tvö hafa áhuga á því að fá hann á láni en akkúrat núna eru þau ekki tilbúin að koma til móts við það sem Atletico Madrid er að biðja um.
Félögin tvö hafa áhuga á því að fá hann á láni en akkúrat núna eru þau ekki tilbúin að koma til móts við það sem Atletico Madrid er að biðja um.
The Athletic greinir frá því að Atletico sé að biðja um 21 milljón evru pakka fyrir sex mánaða lánssamning.
Fyrir þremur og hálfu ári síðan var Felix keyptur til Atletico frá Benfica fyrir 127 milljónir evra.
Þessi 23 ára gamli leikmaður vill fara frá Atletico þar sem hann hefur ekki náð að blómstra þar. Líklegt þykir að hann muni fara til Englands í janúar en Atletico þarf þá að minnka kröfur sínar.
Athugasemdir