Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   fös 02. janúar 2026 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar ekki að gefast upp á United
Kobbie Mainoo er mjög spennandi miðjumaður.
Kobbie Mainoo er mjög spennandi miðjumaður.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo ætlar ekki að gefast upp á ferli sínum hjá Manchester United. Það er the Sun sem fjallar um málið. Mainoo kom frábærlega inn í lið United tímabilið 2023/24 og vann sér sæti í enska landsliðinu. Hann byrjaði m.a. úrslitaleik EM sumarið 2024.

Mainoo hefur verið í takmörkuðu hlutverki á tímabilinu. Hann hefur ekki byrjað leik í úrvalsdeildinni og spilað einungis 212 mínútur í ellefu innkomum af bekknum.

Út af takmörkuðu hlutverki hefur hann verið orðaður í burtu, einna helst við Napoli á Ítalíu og fjallað hefur verið um núning milli hans og stjórans Ruben Amorim, en Sun segir að Mainoo ætli ekki að gefast upp.

Heimildarmenn sem eru nánir tvítugu Englendingnum segja að hann sé ákveðinn í því að koma ferli sínum hjá United aftur á flug.

Mainoo meiddist á slæmum tímapunkti, Bruno Fernandes og Mason Mount glíma við meiðsli sem stendur og Bryan Mbeumo og Amad Diallo eru á Afríkumótinu. Casemiro tók út leikbann gegn Aston Villa en Mainoo gat ekki hjálpað til vegna kálfameiðsla.

Amorim segir að það sé ólíklegt að Mainoo fái að fara frá félaginu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner