Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert sérstakt fyrir Nuno að vinna gegn fyrrum stjóra sínum
Nuno og Mourinho heilsuðust fyrir leik.
Nuno og Mourinho heilsuðust fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo er að gera flotta hluti með Wolves á Englandi. Úlfarnir lögðu Tottenham að velli, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær og er liðið núna aðeins þremur stigum frá Chelsea í fjórða sæti.

Sjá einnig:
„Markmiðið að tapa ekki fleiri leikjum"

Í hinu varamannaskýlinu í gær, varamannaskýlinu hjá Tottenham, var Jose Mourinho. Nuno og Mourinho þekkjast vel þar sem Nuno var leikmaður Mourinho hjá Porto á sínum tíma.

Nuno var varamarkvörður Porto er liðið vann Meistaradeildina árið 2004 undir stjórn Mourinho.

Nuno sagði í viðtali eftir sigurinn í gær að það hefði ekki verið neitt sérstakt fyrir sig að hafa betur gegn Mourinho. „Þetta var engin sérstök stund eða þannig fyrir mig," sagði Nuno og hélt áfram: „Þetta var mjög, mjög erfiður leikur."

„Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Jose Mourinho."

Hér að neðan má sjá hvernig staðan er í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki gærdagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner