Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. mars 2020 14:52
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Helgi Sig: Engin dramatík í kringum viðskilnaðinn við Fylki
Helgi Sigurðsson í Árbænum síðasta sumar.
Helgi Sigurðsson í Árbænum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Helgi ræddi meðal annars um viðskilnaðinn við Fylki en hann hætti þjálfun Árbæjarliðsins eftir þriggja ára starf. Hann blæs á sögusagnir þess efnis að hafa yfirgefið félagið á slæman hátt.

„Ég tók við Fylki eftir að liðið féll og kem því upp á fyrsta ári. Svo festum við liðið í sessi í deild þeirra bestu. Þegar ég lít til baka þá er ég stoltur af störfum mínum þar og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Þarna kynntist ég fullt af góðu fólki," segir Helgi.

„Það er búið að gera of mikið úr þessu máli. Menn þekkja það ekki að menn geta verið báðir sammála um að þetta sé komið gott. Sem dæmi var ég um síðustu helgi að horfa á Fylki keppa gegn Magna og þar sat ég, spjallaði og fékk mér kaffi með stjórnarmönnum."

Þegar nokkrar umferðir voru eftir af Íslandsmótinu var tilkynnt að Helgi myndi láta af störfum eftir tímabilið.

„Draumurinn var alltaf að vera þjálfari í fullu starfi og það var ekki hægt hjá Fylki. Það var ekki verið að fara að taka næstu skref þarna, ekki að mér fannst. Við funduðum þegar nokkrar umferðir voru eftir og vorum sammála um að ég myndi bara klára þetta tímabil. Það var engin dramatík í því. Það var aðallega fólkið í bænum og fjölmiðlar sem gerðu þetta að meiri dramatík en þetta var. Það var ekki komið illa fram við mig, nema síður sé," sagðu Helgi.
Helgi Sig og verkefnið í Vestmannaeyjum
Athugasemdir
banner
banner