
Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í eldlínunni í marki Íslands í vináttuleik gegn Hollandi í Kórnum á laugardag klukkan 14:00. Hún þekkir vel að spila í knattspyrnuhöllum því að lið hennar Lilleström spilar heimaleiki sína innandyra.
,,Ég kom undir lok síðasta tímabils og ég er ekki búinn að upplifa sumar inni. Það var ótrúlega nice að sleppa við rok, rigningu og frost og vera inni síðastliðið haust," sagði Guðbjörg við Fótbolta.net.
,,Ég kom undir lok síðasta tímabils og ég er ekki búinn að upplifa sumar inni. Það var ótrúlega nice að sleppa við rok, rigningu og frost og vera inni síðastliðið haust," sagði Guðbjörg við Fótbolta.net.
,,Það myndast þvílik stemning í höllinni þar (í Noregi) og þetta er pínu eins og handbolta stemning," sagði Guðbjörg en hún vonast eftir góðri mætingu í Kórinn á laugardag.
,,Það er ekki oft sem við spilum landsleik á Íslandi og fáum svona góðan andstæðing en Holland. Fólk hlýtur að slíta sig frá sjónvarpinu og koma og horfa á fótbolta. Það hlýtur að vera skemmtilegra."
Guðbjörg mun mæta tveimur liðsfélögum úr Lilleström í leiknum gegn Hollandi.
,,Persónulega langar mig mjög mikið til að vinna. Það var skotæfing í gær sem var keppni fyrir stóru keppnina og staðan er 1-0 fyrir mér," sagði Guðbjörg létt í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir