Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 21:32
Snæbjört Pálsdóttir
„Okkar spilamennska undir pari"
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tapaði í kvöld 2-1 gegn Víking á Heimavelli Hamingjunnar 

Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar „Heilt yfir fannst mér okkar spilamennska undir pari, við eigum inni, við getum betur en þetta.“

„Vantar upp á síðasta þriðjung, mikið af feil sendingum, kannski sést svolítið að við erum að koma úr langri pásu. Mér fannst bara gæðin í því sem við vorum að gera, ekki okkar standard, við eigum að geta gert betur."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Stjarnan

„Við vorum aðeins að ströggla í að finna leiðir og rétta möguleika þar, engu að síður ágætis seigla í þessu, við komum til baka minnkum í 2-1 og setjum pressu og leitum að jöfnunarmarkinu. Þannig heilt yfir var þetta 90 mínútna hörku fótboltaleikur en tilfinningin er sú að við eigum inni.

Bekkurinn var ansi þunnskipaður hjá Stjörnunni í kvöld aðspurður hvort ætlunin væri að styrkja liðið eitthvað í glugganum svaraði Jóhannes „Það er ennþá bara opið, en ástæðan fyrir þunnskipuðum bekk í dag er fyrst og fremst meiðsli og veikindi.“ 

„Birna og Hrefna eru hreinlega lasnar og gátu ekki verið með og Jessica og Úlfa báðar meiddar og styttist í að þær komi til baka, þannig að það er vonandi stutt í þessa leikmenn.“

Næsti leikur Stjörnunar verður á heimavelli þeirra, Samsungvellinum 7. ágúst nk. gegn Tindastól

„Það er bara hörkuleikur gegn Tindastól. Þær eru komnar upp fyrir okkur í deildinni þannig að, þetta er bara, við þekkjum það að spila við Tindastól, það er alltaf bara 90 mínútna stríð og verður bara skemmtilegt verkefni.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner