Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikill áhugi á Ortega sem vill vera aðalmarkvörður
Mynd: EPA
Stefan Ortega, markvörður Manchester City, vill fara frá félaginu í sumar.

Það hefur verið mikil óvissa um framtíð Ederson hjá félaginu og Ortega taldi að hann gæti átt möguleika að taka sætið hans í liðinu. Sky í Þýskalandi segir frá.

Nú er útlit fyrir að Ederson verði áfram og James Trafford komi frá Burnley en hann er uppalinn hjá Man City.

Sky í Þýskalandi segir frá því að það sé áhugi frá þremur liðum á Englandi og tyrkneska liðinu Fenerbahce. Hann hefur m.a. verið orðaður við Burnley.
Athugasemdir
banner