
„Þetta var baráttuleikur, mikið um nágvígi og á endanum gríðarlegt svekkelsi að taka ekki alla þrjá punktana. Fáum víti á lokamínútu leiksins til þess komast yfir en okkar maður rennur á punktinum og klikkar en svona er fótboltinn, við vinnum saman, töpum saman og gerum jafntefli saman." sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafnteflið við Þór í Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 2 Þór
„Þetta var 50/50 leikur og hefði geta dottið báðumegin og jafntefli er kannski sanngjörn niðurstaða."
Haraldur Freyr var spurður út í síðari hálfleikinn og hvernig honum hafi fundist sitt lið spila hann.
„Mér fannst við bara spila vel, áttum marga góða spilkafla og komumst oft í góðar stöður, krossuðum boltanum oft og hefðum kannski geta fyllt boxið betur og erum á löngum köflum í síðari hálfleiknum með völdin á vellinum og óþarfi að fá þetta annað mark á okkur og það var bara ílla gert hjá okkur, lélegur varnarleikur."
Keflavík hefur verið að fá á sig alltof mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Hvað þarf að breytast til að skrúfa fyrir þennan leka?
„Við þurfum bara að verja markið okkar betur og nenna varnarleiknum og það er rosalega erfitt að vinna fótboltaleiki þegar við fáum alltaf á okkur tvö - þrjú mörk í leik og það segir sig sjálft og við þurfum að verjast betur."