Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
banner
   fös 25. júlí 2025 21:30
Anton Freyr Jónsson
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var baráttuleikur, mikið um nágvígi og á endanum gríðarlegt svekkelsi að taka ekki alla þrjá punktana. Fáum víti á lokamínútu leiksins til þess komast yfir en okkar maður rennur á punktinum og klikkar en svona er fótboltinn, við vinnum saman, töpum saman og gerum jafntefli saman." sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafnteflið við Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þór

„Þetta var 50/50 leikur og hefði geta dottið báðumegin og jafntefli er kannski sanngjörn niðurstaða."

Haraldur Freyr var spurður út í síðari hálfleikinn og hvernig honum hafi fundist sitt lið spila hann. 

„Mér fannst við bara spila vel, áttum marga góða spilkafla og komumst oft í góðar stöður, krossuðum boltanum oft og hefðum kannski geta fyllt boxið betur og erum á löngum köflum í síðari hálfleiknum með völdin á vellinum og óþarfi að fá þetta annað mark á okkur og það var bara ílla gert hjá okkur, lélegur varnarleikur."

Keflavík hefur verið að fá á sig alltof mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Hvað þarf að breytast til að skrúfa fyrir þennan leka?

„Við þurfum bara að verja markið okkar betur og nenna varnarleiknum og það er rosalega erfitt að vinna fótboltaleiki  þegar við fáum alltaf á okkur tvö - þrjú mörk í leik og það segir sig sjálft og við þurfum að verjast betur."


Athugasemdir
banner