Kjartan Már Kjartansson gekk til liðs við skoska félagið Aberdeen frá Stjörnunni í sumar.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær. Hann kom inn á 65. mínútu gegn Ipswich í stöðunni 0-3 en Aberdeen náði að klóra í bakkann undir lokin og lokatölur því 1-3 fyrir Ipswich.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær. Hann kom inn á 65. mínútu gegn Ipswich í stöðunni 0-3 en Aberdeen náði að klóra í bakkann undir lokin og lokatölur því 1-3 fyrir Ipswich.
Hákon Rafn Valdimarsson kom inn á í hálfleik fyrir Caoimhin Kelleher í 1-1 jafntefli Brentford gegn Gil Vicente en Hákon hélt hreinu.
Benoný Breki Andrésson spilaði 76 mínútur í 1-1 jafntefli Stockport gegn Salford. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Hertha Berlin í 1-1 jafntefli gegn Motherwell.
Athugasemdir