Lionel Messi og Jordi Alba, leikmenn Inter Miami, hafa verið dæmdir í eins leiks bann í bandarísku MLS deildinni fyrir að mæta ekki til leiks í Stjörnuleikinn á dögunum.
Leikurinn fór fram á miðvikudaginn þar sem Stjörnulið MLS-deildarinnar vann Stjörnulið mexíkósku LigaMX deildarinnar.
Leikurinn fór fram á miðvikudaginn þar sem Stjörnulið MLS-deildarinnar vann Stjörnulið mexíkósku LigaMX deildarinnar.
Þetta þýðir að þeir verða ekki með Inter Miami gegn FC Cincinnati á morgun.
Messi er mjög ósáttur með þessa reglu en samningur hans við Inter rennur út í lok árs og hann hefur verið í viðræðum um framlengingu.
Jorge Mas, einn af eigendum Inter Miami, segir að þetta bann hafi haft slæm áhrif á Messi.
„Lionel Messi er mjög ósáttur. Ég vona að þetta hafi ekki slæm áhrif til lengdar. Mun þetta hafa áhrif á viðhorfið hans á deildina? Án efa," sagði Mas.
Athugasemdir