Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
banner
   fös 25. júlí 2025 23:03
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér finnst þessi leikur spilast þannig að við eigum að vinna hann. Veikir í eigin vítateig, í föstum leikatriðum, það er eitthvað sem við þurfum að vinna betur í. Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag og spiluðum að mörgu leyti virkilega góðan fótbolta"  sagði Gunnar Guðmundsson eftir jafnteflið á Tekk Vellinum.

Gunnar var ánægður með karakterinn eftir að hafa farið 3-1 undir.

„Eftir að þeir skoruðu 3-1 markið þá fannst mér þeir taka aðeins yfir leikinn og meira confident í því sem þeir voru að gera, virkilega gott að snúa því við og sækja stigið í dag."


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 Fjölnir

Gunnar var samt ekki ánægður með hvernig Fjölnismenn vörðu hornin sem þeir fengu á sig.

„Þetta er hausinn á mönnum, menn verða hræddir. Við höfum fengið mörk mörk á okkur eftir horn og aukaspyrnur, við þurfum að finna aðrar lausnir".

Gunnar var ánægður með fyrsta leik Laurits Nörby og sagði að hann væri nokkuð sannfærandi í því sem hann væri að gera.

Fyrir næsta leik:

„Við þurfum að halda áfram því sem við erum að gera, mér finnst við vera stígandi í spilamennskunni hjá okkur. Við þurfum að læra að vinna leiki, þetta er reynslulítið lið en það er að koma, þetta er að koma hjá okkur" sagði Gunnar.


Athugasemdir
banner