
„Mér finnst þessi leikur spilast þannig að við eigum að vinna hann. Veikir í eigin vítateig, í föstum leikatriðum, það er eitthvað sem við þurfum að vinna betur í. Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag og spiluðum að mörgu leyti virkilega góðan fótbolta" sagði Gunnar Guðmundsson eftir jafnteflið á Tekk Vellinum.
Gunnar var ánægður með karakterinn eftir að hafa farið 3-1 undir.
„Eftir að þeir skoruðu 3-1 markið þá fannst mér þeir taka aðeins yfir leikinn og meira confident í því sem þeir voru að gera, virkilega gott að snúa því við og sækja stigið í dag."
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 3 Fjölnir
Gunnar var samt ekki ánægður með hvernig Fjölnismenn vörðu hornin sem þeir fengu á sig.
„Þetta er hausinn á mönnum, menn verða hræddir. Við höfum fengið mörk mörk á okkur eftir horn og aukaspyrnur, við þurfum að finna aðrar lausnir".
Gunnar var ánægður með fyrsta leik Laurits Nörby og sagði að hann væri nokkuð sannfærandi í því sem hann væri að gera.
Fyrir næsta leik:
„Við þurfum að halda áfram því sem við erum að gera, mér finnst við vera stígandi í spilamennskunni hjá okkur. Við þurfum að læra að vinna leiki, þetta er reynslulítið lið en það er að koma, þetta er að koma hjá okkur" sagði Gunnar.