Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gabríel Aron til ÍR á láni frá Breiðabliki (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
Gabríel Aron Sævarsson er genginn til liðs við ÍR á láni frá Breiðabliki.

Gabríel Aron er 19 ára gamall og var lykilmaður í liði Keflavíkur fyrri hluta tímabilsins. Hann leikur sem framherji og skoraði 6 mörk í 16 leikjum fyrir Keflavík í sumar.

Hann samdi við Breiðablik fyrr í þessum mánuði. Samningurinn átti að taka gildi efitr tímabilið en Keflavík ákvað að flýta skiptunum.

Hann var kynntur til leiks hjá félaginu í kvöld fyrir stórleikinn gegn Njarðvík í toppslag í Lengjudeildinni. ÍR er með eins stigs forystu á Njarðvík á toppnum eftir jafntefli liðanna í kvöld.

Hann getur spilað með liðinu þegar ÍR heimsækir Selfoss á miðvikudaginn.


Athugasemdir
banner
banner