Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 23:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birgir Steinn kallaður til baka og verður í hóp á morgun
Mynd: Mummi Lú
Birgir Steinn Styrmisson er mættur aftur í KR eftir stutta dvöl hjá KV.

Birgir Steinn var lánaður í KV fyrir rúmri viku síðan og kom við sögu í þremur leikjum, einum í Fótbolti.net bikarnum og tveimur í 3. deild.

Hann er að koma til baka eftir meiðsli en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik í Bestu deildinni í sumar. Hann spilaði 14 leiki í deildinni síðasta sumar.

Hann verður í hópnum hjá KR þegar liðið fær Breiðablik í heimsókn á nýtt gervigras á Meistaravöllum. Með sigri fer KR upp úr fallsæti en þá getur Breiðablik komist á toppinn með sigri.
Athugasemdir
banner