Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. apríl 2021 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Blakala og Plazonic í Njarðvík (Staðfest)
Robert Blakala mun spila með Njarðvík í sumar
Robert Blakala mun spila með Njarðvík í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Njarðvík hefur fengið til sín þá Zoran Plazonic og Robert Blakala frá Vestra en þetta kemur fram í tilkynningu frá Njarðvíkingum.

Plazonic er 32 ára gamall miðjumaður sem ólst upp hjá Hajduk Split í Króatíu en hann kom fyrst til Íslands árið 2018 og samdi þá við Vestra.

Hann hefur spilað 58 leiki og skorað 12 mörk fyrir Vestra í deild- og bikar en nú er hann genginn til liðs við Njarðvíkinga.

Þá er hinn 27 ára gamli Robert Blakala mættur aftur í rammann hjá Njarðvíkingum en hann kom fyrst til landsins árið 2018 og spilaði með liðinu í Inkasso-deildinni.

Hann samdi við Vestra eftir tímabilið en er nú mættur aftur og mun spila með liðinu í sumar.

Njarðvík hafnaði í 4. sæti 2. deildarinnar á síðasta tímabili með 40 stig, aðeins þremur stigum á eftir Selfyssingum sem fóru upp með Kórdrengjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner