Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 16:34
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Szoboszlai byrjar - Calvert-Lewin bekkjaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool taka á móti nýliðum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag og gerir Arne Slot þjálfari þrjár breytingar á liðinu sem lagði botnlið Wolves að velli síðustu helgi.

Conor Bradley og Andy Robertson koma inn í bakvarðastöðurnar og fer Dominik Szoboszlai á miðjuna. Þeir koma inn fyrir Milos Kerkez, Federico Chiesa og Alexis Mac Allister sem setjast á bekkinn.

Daniel Farke þjálfari Leeds gerir fjórar breytingar eftir jafntefli í nýliðaslagnum gegn Sunderland um síðustu helgi. Hann hvílir lykilmenn í dag þar sem Dominic Calvert-Lewin er meðal þeirra sem setjast á bekkinn.

Calvert-Lewin er búinn að skora sjö mörk í síðustu sex leikjum og fer á bekkinn ásamt Noah Okafor og Jadon Bogle. Þá er Joe Rodon fjarverandi vegna meiðsla.

Sebastian Bornauw, James Justin, Lukas Nmecha og Ilia Gruev koma inn í byrjunarliðið.

Bikarmeistarar Crystal Palace taka á sama tíma á móti Fulham í Lundúnaslag og mæta liðin óbreytt til leiks frá helginni.

Fulham vann á útivelli gegn West Ham í síðustu umferð á meðan Palace tapaði heimaleik gegn Tottenham þrátt fyrir að hafa verið betra liðið á vellinum.

Liverpool: Alisson, Bradley, Robertson, Konate, Van Dijk, Gravenberch, Jones, Szoboszlai, Frimpong, Ekitike, Wirtz.
Varamenn: Mamardashvili, Kerkez, Mac Allister, Chiesa, Ngumoha, Nyoni, Ramsay, Lucky, Gakpo.

Leeds: Perri, Bornauw, Bijol, Struijk, Justin, Gruev, Stach, Ampadu, Gudmundsson, Aaronson, Nmecha.
Varamenn: Darlow, Bogle, Byram, Tanaka, Harrison, Gnonto, Okafor, Piroe, Calvert-Lewin.



Crystal Palace: Henderson; Clyne, Lacroix, Guehi, Mitchell; Lerma, Hughes, Devenny, Wharton; Pino, Mateta.
Varamenn: Benitez, Uche, Esse, Canvot, Sosa, Rodney, Benamar, Casey, Drakes-Thomas.

Fulham: Leno, Tete, Andersen, Cuenca, Robinson, Berge, Lukic, Smith Rowe, Wilson, Jimenez, Kevin.
Varamenn: Lecomte, Castagne, Diop, Amissah, Reed, Cairney, Traore, Ridgeon, Kusi-Asare.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner