20 laus sæti
Fyrsta ástríðuferð Fótbolta.net verður farin í febrúar þar sem fótboltaáhugamönnum býðst tækifæri til að fara á leiki í Championship og League One deildunum á Englandi.
Farið verður í þriggja daga ferð frá 19-22. febrúar og horft á leiki hjá Íslendingaliðum Blackburn Rovers, Preston North End og Stockport County.
20. febrúar eigast Blackburn og Preston við í Íslendingaslag og degi síðar tekur Stockport á móti Wigan Athletic.
Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá Blackburn á meðan Stefán Teitur Þórðarson leikur með Preston. Þá er Benoný Breki Andrésson hjá Stockport.
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net er fararstjóri ásamt öðrum starfsmönnum vefsíðunnar. Innifalið í verði er flug, fjögurra stjörnu hótel í þrjár nætur í miðborg Manchester, rúta til og frá flugvelli, rúta á Blackburn leikinn og hátíðarkvöldverður þar sem góðir gestir munu mæta.
Greiða þarf óendurkræft staðfestingargjald við bókun sem nemur 50.000kr. á mann.
Heildarverð er frá 149.900kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Innifalið:
Flug með EasyJet 19-22 febrúar til Manchester ásamt bakpoka sem passar undir sæti. (Handfarangurstaska kostar 12.000kr. aukalega og innrituð 23kg taska 15.000kr.)
Gisting í 3 nætur á 4 stjörnu hóteli í miðborg Manchester.
Miðar á Blackburn - Preston og Stockport - Wigan.
Rúta til og frá flugvelli á hótel.
Rúta til og frá hóteli til Blackburn.
Hátíðarkvöldverður með góðum gestum (matur innifalinn, hver borgar fyrir sína drykki).
Gamanmál og önnur skemmtiatriði frá fararstjóranum, Elvari Geir Magnússyni og Fótbolta.net.
Verð miðar við 2 saman í herbergi. Viðbótargjald fyrir einstaklingsherbergi er 40.000kr.
Takmarkað sætaframboð - Ferð telst ekki bókuð fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.
Nánar um ferðina
Athugasemdir


