Manchester United er búið að staðfesta endurkomu Toby Collyer til félagsins eftir að hafa leikið á láni hjá West Bromwich Albion á fyrri hluta tímabils.
Man Utd kallar Collyer til baka þar sem félagið ætlar að bíða til sumars með að kaupa nýja leikmenn til félagsins. Rauðu djöflarnir ætla að reiða sig á þá leikmenn sem eru til staðar þrátt fyrir meiðslavandræði.
Collyer er 21 árs varnartengiliður sem hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði West Brom. Hann er varaskeifa þar og hefur verið að glíma við meiðsli undandfarnar vikur.
Hann gæti þó reynst mikilvægur fyrir Man Utd í leikjatörninni sem er framundan þar sem Bruno Fernandes, Mason Mount og Kobbie Mainoo eru meðal þeirra sem hafa verið að glíma við meiðsli og þá er Manuel Ugarte orðaður við félagaskipti.
Collyer, sem á 12 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands, kom við sögu í 13 leikjum með Man Utd á síðustu leiktíð.
27.12.2025 10:00
Man Utd kallar Collyer til baka frá WBA
Toby Collyer has been recalled from his loan at The Hawthorns by parent club @ManUtd.
— West Bromwich Albion (@WBA) January 1, 2026
Everyone at the Albion wishes Toby well for his future career.
Athugasemdir





