Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
Alysson kominn til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: EPA
Aston Villa er búið að festa kaup á brasilíska kantmanninum Alysson sem kemur til félagsins úr röðum Gremio í heimalandinu.

Alysson er 19 ára gamall og er talið að Villa borgi um 10 milljónir punda til að klófesta táninginn.

Alysson er örvfættur hægri kantmaður sem hefur komið við sögu í 41 keppnisleik með aðalliði Gremio. Í þeim leikjum hefur hann skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar.

Ekki er greint frá samningslengd en talið er að Alysson sé búinn að skrifa undir samning til 2030 eða 2031.


Athugasemdir
banner
banner