Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. apríl 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel bannaði Werner að æfa lengur: Hann þarf að slaka á
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þýskur knattspyrnustjóri Chelsea, var spurður út í samlanda sinn Timo Werner sem er sóknarmaður hjá Chelsea og þýska landsliðinu.

Werner hefur átt erfitt uppdráttar eftir félagaskipti sín frá RB Leipzig og átti hann slakan leik með þýska landsliðinu í vikunni er Þjóðverjar töpuðu óvænt heimaleik gegn Norður-Makedóníu. Werner klúðraði dauðafæri í leiknum og fékk mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu.

Nú er hann kominn aftur til London og vildi hann ólmur bæta sig strax á fyrstu æfingu með Chelsea, en Tuchel stöðvaði hann.

„Á æfingu í gær vildi Timo vera lengur á æfingasvæðinu til að æfa sig að klára færi en ég sendi hann heim og sagði honum að slaka á því hann kann að skora. Líkami hans og heili kunna þetta," sagði Tuchel.

„Ef kona vill ekki fara út að borða með þér þá geturðu ekki neytt hana til þess. Taktu skref til baka og þetta mun allt gerast."

Werner er 25 ára gamall og hefur aðeins gert 5 mörk í 28 úrvalsdeildarleikjum. Til samanburðar skoraði hann 28 mörk í 34 leikjum í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner