Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 02. apríl 2024 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Ari og Brynjar Ingi byrjuðu á jafntefli
Brynjar Ingi og Viðar Ari
Brynjar Ingi og Viðar Ari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason komu við sögu þegar HamKam heimsótti KFUM Oslo í lokaleik fyrstu umferðar í norskuu deildinni í kvöld.


Viðar Ari var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Brynjar Inga en þá var staðan 1-0 HamKam í vil. KFUM jafnaði metin á loka mínútu venjulegs leiktíma og þar við sat.

Þorri Mar Þórisson var ekki í leikmannahópi Öster þegar liðið gerði 1-1 jefntefli gegn Degerfors í fyrstu umferð sænsku deildarinnar.

Degerfors var marki yfir í hálfleik. Öster fékk vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en hún fór forgörðum. Liðinu tókst hins vegar að jafna metin þegar þrjár mínútur voru liðnar af venjulegum leiktíma.

Milos Milojevic stýrir Al Wasl í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum en liðið vann Al Jazira í átta liða úrslitum forsetabikarsins þar í landi í kvöld 3-0 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner