Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fim 02. júní 2022 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon eftir fyrsta leikinn: Alltaf dreymt um þetta
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson lék í kvöld sinn fyrsta A-landsleik er Ísland gerði jafntefli gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

Hákon er nýorðinn danskur meistari með FC Kaupmannahöfn og í kvöld kom svo fyrsti landsleikurinn. Ágætar vikur hjá þessum gríðarlega efnilega leikmanni.

„Þetta var draumur að rætast. Manni hefur alltaf dreymt um að spila fyrir A-landsliðið," sagði Hákon við Viaplay.

Hákon þótti standa sig með prýði í kvöld, en hann meiddist örlítið í leiknum.

„Ég er ekki alveg viss. Þetta gæti hafa verið bara einhver lítill krampi. Ég þurfti ekkert börurnar, ég gat alveg gengið. Íslenska þjóðin þarf ekkert að stressa sig."

„Auðvitað erum við svekktir því við komumst í 2-1. Þeir fengu færi í endan og við virðum alveg stigið, en að sjálfsögðu erum við samt svekktir að hafa ekki klárað þetta."
Athugasemdir