Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. júní 2022 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Segi það bara hreint út, þetta er gæi sem við verðum að hafa í liðinu"
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, 19 ára gamall Skagamaður, lék í kvöld sinn fyrsta A-landsleik og leysti hann það verkefni með prýði. Hann var í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Hann fékk átta í einkunnnagjöf Fótbolta.net frá leiknum. „Gæði, útsjónarsemi og frábærar sendingar. Afskaplega flottur í sínum fyrsta landsleik og hélt uppteknum hætti frá frammistöðu sinni með FCK," skrifaði Elvar Geir Magnússon.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

Hákon er gífurlega spennandi leikmaður og var honum hrósað í hástert er farið var yfir leikinn á Viaplay.

„Það sem hann færir okkur er ákveðin yfirvegun með boltann. Það er það sem við þurfum þegar við erum að liggja aftarlega. Við þurfum gæja eins og hann sem er almennt rólegur á boltann," sagði Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður.

„Að koma inn 19 ára í A-landsliðið og spila eins og hann gerði í dag, ég verð að senda risastórt hrós á hann. Ég segi það bara hreint út að þetta er gæi sem við verðum að hafa í liðinu eins og staðan er í dag."

Kári Árnason, einnig fyrrum landsliðsmaður, tók í sama streng. „Algjörlega. Hann stóð sig vonum framar fyrir mig. Hann er bara 19 ára, en er virkilega góður."

„Þetta er 100 prósent framtíðarmaður. Vonandi fá þeir Ísak (Bergmann Jóhannesson) að spila sem mest saman á miðjunni."

Kári talaði um að Hákon, Ísak og Þórir Jóhann Helgason gætu myndað einhvers konar framtíðarmiðju. „Ég horfi til þess."

Sjá einnig:
Hákon eftir fyrsta leikinn: Alltaf dreymt um þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner