Lið ársins á Ítalíu var opinberað í dag en fjórir leikmenn koma frá meistaraliði Napoli.
Victor Osimhen, Kvicha Kvaratskhelia, Giovanni Di Loreno og Kim Min-Jae eru allir í liðinu.
Milan er með þrjá fulltrúa að þessu sinni en það eru þeir Rafael Leao, Sandro Tonali og Theo Hernandez. Þá koma einnig þrír frá Juventus en það eru þeir Adrien Rabiot, Bremer og Wojciech Szczesny.
Hér fyrir neðan má sjá liðið í heild sinni.
Markvörður: Wojciech Szczesny (Juventus)
Hægri bakvörður: Giovanni Di Lorenzo (Napoli)
Miðverðir: Kim Min-Jae (Napoli) og Bremer (Juventus)
Vinstri bakvörður: Theo Hernandez (Milan)
Miðja: Adrien Rabiot (Juventus), Sandro Tonali (Milan), Nicolo Barella (Inter)
Hægri kantur: Kvicha Kvaratskhelia (Napoli)
Vinstri kantur: Rafael Leao (Milan)
Framherji: Victor Osimhen (Napoli)
The finest players to do it in #SerieA???? ????
— Lega Serie A (@SerieA_EN) June 2, 2023
Here is the full @EASPORTSFIFA’s Team of the Season ????#TOTS @EASPORTSFIFA @EA_FIFA_Italia pic.twitter.com/81tc30nc19
Athugasemdir