Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 02. júní 2023 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Fjórir frá Napoli í liði ársins á Ítalíu
Kvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen eru í liði ársins
Kvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen eru í liði ársins
Mynd: EPA
Adrien Rabiot er í liðinu
Adrien Rabiot er í liðinu
Mynd: EPA
Lið ársins á Ítalíu var opinberað í dag en fjórir leikmenn koma frá meistaraliði Napoli.

Victor Osimhen, Kvicha Kvaratskhelia, Giovanni Di Loreno og Kim Min-Jae eru allir í liðinu.

Milan er með þrjá fulltrúa að þessu sinni en það eru þeir Rafael Leao, Sandro Tonali og Theo Hernandez. Þá koma einnig þrír frá Juventus en það eru þeir Adrien Rabiot, Bremer og Wojciech Szczesny.

Hér fyrir neðan má sjá liðið í heild sinni.

Markvörður: Wojciech Szczesny (Juventus)

Hægri bakvörður: Giovanni Di Lorenzo (Napoli)

Miðverðir: Kim Min-Jae (Napoli) og Bremer (Juventus)

Vinstri bakvörður: Theo Hernandez (Milan)

Miðja: Adrien Rabiot (Juventus), Sandro Tonali (Milan), Nicolo Barella (Inter)

Hægri kantur: Kvicha Kvaratskhelia (Napoli)

Vinstri kantur: Rafael Leao (Milan)

Framherji: Victor Osimhen (Napoli)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner