Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 02. júní 2023 17:12
Enski boltinn
„Tommi Steindórs myndi aldrei leyfa henni að fara annað"
Dagný besti leikmaðurinn hjá West Ham
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var á dögunum valin besti leikmaður kvennaliðs West Ham á leiktíðinni sem var að klárast.

Dagný, sem fékk fyrirliðabandið fyrir tímabilið, skoraði ellefu mörk fyrir West Ham á leiktíðinni er liðið hafnaði í áttunda sæti WSL-deildarinnar á Englandi.

Hún spilaði 27 leiki í öllum keppnum og völdu stuðningsmenn West Ham hana sem besta leikmann tímabilsins eða 'Hamar ársins'.

Rætt var um Dagný í síðasta þætti af hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku.

„Hún er langbest í þessu liði," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum þegar rætt var um Dagný. „Getur hún ekki fengið eitthvað 'move' þarna?" spurði Jón Júlíus Karlsson og velti því fyrir sér hvort Dagný gæti komist í stærra félag á Englandi.

„Ég held að henni líði bara svo vel í West Ham," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Lundúnafélagið er uppáhalds lið Dagnýjar.

„Tommi Steindórs, umboðsmaðurinn hennar, myndi aldrei leyfa henni að fara annað," sagði Jón Júlíus léttur en Dagný og Tómas, sem er vinsæll útvarpsmaður í dag, voru bestu og horfðu saman á leiki West Ham þegar þau voru yngri. Tómas er mikill stuðningsmaður félagsins og yrði eflaust svekktur að missa Dagnýju í annað lið.

„Það er svo geggjað að við Íslendingar eigum besta leikmanninn í West Ham. Til hamingju með þessi verðlaun, Dagný," sagði Guðmundur jafnframt en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner
banner