Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Dagný í draumaheimi - Tommi skipaði henni að horfa á West Ham
Dagný hefur verið stuðningsmaður West Ham síðan í æsku.
Dagný hefur verið stuðningsmaður West Ham síðan í æsku.
Mynd: West Ham
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir getur ekki beðið eftir að spila sinn fyrsta leik með West Ham en hún gerði eins og hálfs árs samning við félagið á dögunum.

Dagný hefur verið stuðningsmaður West Ham síðan í æsku en Twitter grínistinn Tómas Steindórsson er maðurinn á bakvið það að hún fór að styðja Hamrana.

„Ég átti besta vin heima á Íslandi sem heitir Tómas. Hann og faðir hans, Steindór, eru líklega mestu West ham aðdáendurnir á Ísandi! Ég byrjaði að spila fótboltanum í garðinum þeirra þegar ég var fimm ára og fór síðan að fara með Tómasi á æfingar," sagði Dagný í viðtali á heimasíðu West Ham í dag

„Ég var aldrei að fara að velja annað lið. Tómas var besti vinur minn og ég byrjaði að spila fótbolta út af honum svo ég valdi West Ham sem uppáhalds liðið mitt. Það var engin leið til baka eftir það."

„Ég horfði aldrei mikið á leiki í sjónvarpinu en Tómas gerði mikið af því og hann skipaði mér að horfa á leiki með þeim. Hann sagði alltaf 'þú verður að læra nöfnin hjá þeim!"

„Þegar ég heyrði af áhuga West Ham vissi ég ekki hvort ég ætti að gráta eða ekki. Ég hugsaði bara 'þetta er skrýtið.' Auðvitað varð ég ótrúlega glöð en þetta kom mjög mikið á óvart líka. Þetta átti bara að gerast."

„Ég sé þetta sem frábært tækifæri. Ég vildi alltaf spila á Englandi á einhverjum tímapunkti. Þegar ég var lítil að styðja West Ham á Íslandi sá ég ekki fyrir mér að spila hér á einhverjum tímapunkti því það var engin atvinnumannadeild hér sem ég vissi um."

„Margt hefur breyst síðan þá og ég vona að litlar stelpur á Íslandi, og alls staðar í heiminum, geta set markið hátt og ef þær leggja hart að sér geta þær spilað fyrir uppáhaldsliðin sín."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner