Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 02. júní 2024 15:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Vestri lagði Stjörnuna - Fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum
Silas Songani
Silas Songani
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Vestri 4 - 2 Stjarnan
1-0 Jeppe Gertsen ('4 )
2-0 Johannes Selvén ('8 )
2-1 Haukur Örn Brink ('18 )
3-1 Silas Dylan Songani ('40 )
3-2 Haukur Örn Brink ('41 )
4-2 Toby King ('70 )
Lestu um leikinn


Vestri vann frábæran sigur á Stjörnunni á AVIS vellinum í dag en þetta var annað tap Stjörnunnar í röð. Vestri komst aftur á sigurbraut eftir fjóra leiki í röð án sigurs.

Vestra menn byrjuðu leikinn gríðarlega sterkt en Jeppe Gertsen kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Johannes Selvén við öðru marki þegar hann komst einn gegn Árna Snæ og skoraði af öryggi.

Stjörnumenn steinsofandi í upphafi leiks en þeir vöknuðu örlítið til lífsins þegar hinn 19 ára gamli Haukur Örn Brink skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild með laglegu skoti.

Aftur tókst Vestra að ná tveggja marka forystu þegar Silas Songani lék á tvo varnarmenn Stjörnunnar og kláraði færið vel. Aftur skoraði svo Haukur fyrir Stjörnuna aðeins mínútu síðar og staðan 3-2 í hálfleik.

Toby King gerði svo út um leikinn þegar með glæsilegu marki. Hann lék á Jóhann Árna og smurði boltann í samskeytin.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner