Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   fim 02. júlí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi nýtur þess að spila í nýrri stöðu
Gylfi Þór Sigurðsson var mættur á ný í byrjunarlið í Everton þegar liðið lagði Leicester 2-1 í ensku úrvaldseildinni í gær. Gylfi kom inn á sem varamaður gegn Liverpool og Norwich á dögunum en í gær byrjaði hann aftarlega á miðjunni líkt og hann hefur oft gert eftir að Carlo Ancelotti tók við stjórnartaumunum í lok síðasta árs.

Gylfi skoraði úr vítaspyrnu í leiknum í gær en hann segist sáttur við að spila aftar á miðjunni en áður.

„Staða mín hefur verið aðeins öðruvísi síðan stjórinn kom, ég er aðeins varnarsinnaðari. Ég er orðinn vanur þessu núna, að sitja fyrir framan varnarlínuna. Þetta er gott og ég nýt þess," sagði Gylfi.

„Það var gott að ná að skora og ná nokkrum skotum sem ég hef ekki náð í síðustu leikjum. Það er langt síðan við fengum vítaspyrnu og það var ánægjulegt að skora og ná í þrjú stig. Heilt yfir var þetta góður dagur."

Everton mætir Tottenham á mánudag og í kjölfarið eru leikir gegn Southampton og Wolves. Everton er í 11. sæti en einungis tvö stig eru í 7. sætið sem gæti geifð Evrópusæti. Gylfi segir Everton hafa Evrópudrauma.

„Það væri frábært. Allir strákarnir vilja spila í Evrópu. Ferðast á útivelli og spila gegn mismunandi liðum. Það myndi gera næsta tímabil ennþá betra. Ég veit að það þýðir að við munum spila marga leiki en það væri gaman að komast í Evrópukeppni," sagði Gylfi.

„Við eigum þrjá leiki á næstu sjö dögum og þurfum allan hópinn. Við erum með marga góða leikmenn og góðan hóp.Það eru margir leikir framundan á næstu vikum og við þurfum að passa upp á að hvíla okkur, vera klárir í næsta leik og halda áfram."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner