Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Goram látinn eftir stutta baráttu við krabbamein
Mynd: Getty Images

Andy Goram, fyrrum landsliðsmarkvörður Skotlands og lykilmaður í liðum Hibernian og Rangers, er látinn eftir stutta baráttu við krabbamein.


Goram lést í dag, aðeins 58 ára gamall, en áhugamenn um enska boltann gætu kannast við markvörðinn frá árinu 2001 þegar Sir Alex Ferguson fékk hann á láni til Manchester United.

Goram spilaði tvo leiki fyrir Rauðu djöflana á lánssamningi frá Motherwell í Skotlandi þegar hann var 37 ára gamall og vann úrvalsdeildina með félaginu.

Goram var margt til listanna lagt og er hann eini maðurinn í sögu fótboltalandsliðs Skotlands til að spila einnig fyrir landsliðið í krikket.

Um aldamótin kusu stuðningsmenn Rangers Goram sem besta markvörð í sögu félagsins og starfaði hann sem markmannsþjálfari hjá skoskum félagsliðum allt þar til hann greindist með krabbamein í vélinda núna í maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner