Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir nauman sigur liðsins gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld.
Lestu um leikinn: Tindastóll 0 - 1 Breiðablik
„Það var gott að koma og ná í stigin þrjú. Stundum þarf þetta að vera ljótt og þetta var einn af þeim leikjum. Við byrjuðum mjög vel, skoruðum mjög gott mark og fengum nokkur færi. Tindastóll vann sig inn í leikinn og voru frábærar, þær áttu sennilega eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Nik.
Nik gerði tvöfalda breytingu í hálfliek en það var vegna þess að mikið álag hefur verið á liðinu og leikmenn orðnir dauðþreyttir.
„Það voru þreyttir fætur. Við höfum spilað þrjá leiki á einni viku, tvo á grasi, annar þeirra fór í framlengingu, þungt gras svo stelpurnar voru alveg dauðar. Þær settu aukakraft í þetta til að ná í sigurinn. Þær eru geispandi inn í klefa núna," sagði Nik.
„Þetta hefur verið erfið vika fyrir þær. Ég held að við séum eina liðið sem hefur spilað þrjá leiki á einni viku en það eru verðlaunin fyrir að ná árangri."
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 16 | 1 | 1 | 48 - 16 | +32 | 49 |
2. Breiðablik | 18 | 16 | 0 | 2 | 46 - 9 | +37 | 48 |
3. Þór/KA | 18 | 9 | 3 | 6 | 40 - 28 | +12 | 30 |
4. Víkingur R. | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 - 29 | -1 | 29 |
5. FH | 18 | 8 | 1 | 9 | 30 - 36 | -6 | 25 |
6. Þróttur R. | 18 | 7 | 2 | 9 | 23 - 27 | -4 | 23 |
7. Stjarnan | 18 | 6 | 3 | 9 | 22 - 34 | -12 | 21 |
8. Tindastóll | 18 | 3 | 4 | 11 | 20 - 41 | -21 | 13 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 4 | 12 | 17 - 34 | -17 | 10 |
10. Keflavík | 18 | 3 | 1 | 14 | 16 - 36 | -20 | 10 |