PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 02. júlí 2024 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nik: Þær voru alveg dauðar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir nauman sigur liðsins gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld.


Lestu um leikinn: Tindastóll 0 -  1 Breiðablik

„Það var gott að koma og ná í stigin þrjú. Stundum þarf þetta að vera ljótt og þetta var einn af þeim leikjum. Við byrjuðum mjög vel, skoruðum mjög gott mark og fengum nokkur færi. Tindastóll vann sig inn í leikinn og voru frábærar, þær áttu sennilega eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Nik.

Nik gerði tvöfalda breytingu í hálfliek en það var vegna þess að mikið álag hefur verið á liðinu og leikmenn orðnir dauðþreyttir.

„Það voru þreyttir fætur. Við höfum spilað þrjá leiki á einni viku, tvo á grasi, annar þeirra fór í framlengingu, þungt gras svo stelpurnar voru alveg dauðar. Þær settu aukakraft í þetta til að ná í sigurinn. Þær eru geispandi inn í klefa núna," sagði Nik.

„Þetta hefur verið erfið vika fyrir þær. Ég held að við séum eina liðið sem hefur spilað þrjá leiki á einni viku en það eru verðlaunin fyrir að ná árangri."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner