Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. ágúst 2022 09:49
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Þurfti smá tíma til að finna gleðina á ný í þjálfuninni
Heimir Hallgrímsson (til vinstri).
Heimir Hallgrímsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, spjallaði stuttlega við Helgarútgáfuna á K100 um verslunarmannahelgina þar sem hann var að sjálfsögðu staddur í Vestmannaeyjum.

Heimir hefur í sumar verið ráðgjafi Hermanns Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, og segir að það hlutverk hafi veitt sér ánægju. Hann hafi þurft að finna gleðina í þjálfarastarfinu á ný eftir árin hjá Al Arabi í Katar.

„Ég sprakk aðeins þarna úti og þurfti smá tíma til að ná gleðinni aftur. Nú er ég aðeins búinn að fá að vera í kringum Hemma og er að fá gleðina aftur í þessu. Ég hef alltaf þjálfað því mér finnst þetta gaman, þetta er ekki einhver vinna. Ég er tannlæknir að mennt og það er ágætis vinna," sagði Heimir.

„Það er alltaf eitthvað í gangi og ég er bara að reyna að finna það sem kveikir í manni."

ÍBV er ósigrað í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og hefur náð að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun. Eyjamenn eru komnir upp úr fallsæti.

Smelltu hér til að hlusta á spjallið við Heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner