Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 19:00
Sölvi Haraldsson
Newcastle sýnir mikinn áhuga á Guehi
Marc Guehi í leik gegn okkur Íslendingum fyrr í sumar.
Marc Guehi í leik gegn okkur Íslendingum fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Enski landsliðsmaðurinn Marc Guehi er ofarlega á óskalista Newcastle United. Eddie Howe, þjálfari liðsins, telur að það vera forgangsatriði fyrir félagið að sækja hafsent fyrir tímabilið. Hann segir að Guehi sé akkúrat rétti maðurinn fyrir hann; hafsent sem spilar hægra meginn í vörninni en getur einnig spilað vinstra meginn.

Guehi hefur verið orðaður við mörg stórlið í sumar. Þar á meðal Arsenal og Liverpool.


Varnarmaðurinn er samningsbundinn Crystal Palace en hann á tvö ár eftir af samningnum sínum hjá Örnunum. Hann spilaði einnig stóra rullu í Enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar sem lenti í 2. sæti.

Verðmiðinn gæti verið talsvert hár á Guehi þar sem hann hefur spilað mjög vel í seinustu félags- og landsleikjum. Líkt og kom fram hér áður á hann einnig tvö ár eftir af samningnum sínum sem hjálpar Newcastle ekkert.

Newcastle United enduðu í 7. sæti í Ensku Úrvalsdeildinni á seinasta tímabili en komust ekki upp úr riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Núna spila þeir ekki neinni Evrópukeppni í vetur en það verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku liðsins í byrjun móts.

Fyrsti deildarleikur Newcastle er gegn Southampton á St. James Park þann 17. ágúst. Það eru talsverðar líkur á því að Marc Guehi verði orðinn leikmaður Newcastle fyrir þann leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner