Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styttist í að Man Utd þurfi að taka tilboði alvarlega
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, er skotmark Fulham í sumar. Félagið hefur lagt fram tilboð í fleirtölu og er það nýjasta sagt vera í kringum 20 milljónir punda.

Það er ekki nægilega hátt tilboð að mati United. McTominay er í hlutverki á Old Trafford þó að hann sé ekki alltaf í byrjunarliðinu.

United er samkvæmt SkySports opið fyrir því að hlusta á tilboð í kringum 25 milljónir punda í þann skoska.

Félagið vill ekki missa McTominay en ef upphæðin hækkar aðeins þá er hægt að nota hana til að styrkja hópinn. McTominay er uppalinn leikmaður og það vegur þungt þegar kemur að PSR (e. Profit and sustainability rules) kerfi úrvalsdeildarinnar.

McTominay vill vera byrjunarliðsmaður sem er hlutverk sem hann fengi að öllum líkindum hjá Fulham. United vill að sama skapi kaupa fleiri leikmenn í sumar en þarf að passa sig að vera innan marka þegar kemur að eyðslu í leikmannakaup.

Á síðasta tímabili hafnaði Man Utd 30 milljóna punda tilboði frá West Ham í McTominay.

Hann er 27 ára og er samningsbundinn út komandi tímabil. Félagið er svo með möguleika á árs framlengingu. Hann hefur verið hjá United allan sinn feril.

Ten Hag: Er svo ánægður með að hafa McTominay
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var spurður út í Skotann á fréttamannafundi í morgun.

„Ég er virkilega ánægður með frammistöðu McTominay og er svo ánægður með að hafa hann í hópnum," segir Ten Hag.

„Hann hefur mikil áhrif á frammistöðu liðsins og andann í hópnum. Ég er svo ánægður með að hafa hann í hópnum hjá mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner