
„Þetta er erfitt og stigataflan segir ekkert mikið um finnska liðið, þetta er hörkulið," sagði Kári Árnason miðvörður Íslands við Fótbolta.net um leikinn framundan við Finnland í undankeppni HM 2018 í dag. Finnar eru með eitt stig eftir 6 leiki en Ísland 13.
„Við fundum alveg fyrir því á heimavelli, það eru ekki mörg lið sem hafa skorað tvö mörk á móti okkur í Laugardalnum svo við verðum að vera mættir 100% í þennan leik til að eiga séns á sigri," hélt hann áfram og rifjaði upp 3-2 sigurinn á Finnum fyrir ári síðan.
„Þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum þar sem við vorum ekki litla liðið og við áttum að vinna. Við vorum líka óheppnir því við fengum nóg af færum en við slepptum tveimur mörkum inn sem við eigum aldrei að gera. Það er fínt að vita af því að þetta er gott lið og við þurfum að vera 100% mættir til að vinna þá."
Kári leikur með Aberdeen í Skotlandi en þar hefur hann þurft að verma varamannabekkinnn upp á síðkastið.
„Ég þarf smá tíma til að aðlagast nýju liði og nýrri deild. Að vera kominn aftur til Bretlandseyja. Þetta er svolítið hraðari bolti og lítill tími á boltanum. Þetta snýst um annað en það sem ég hef vanist síðustu þrjú ár þar sem maður er meira að leita að sendingum. Núna er hark í þessu, lítill tími á boltanum og maður þarf að koma honum frá sér sem fyrst frekar en að finna góða sendingu."
Leikurinn hefst klukkan 16:00 í dag og er sýndur beint á RÚV. Einnig er hægt að fylgjast með í textalýsingu á Fótbolta.net.
Smelltu hér til að sjá textalýsinguna
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir